Gerast styrktaraðili
Með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili aðstoðar þú okkur að auka þjónustu við fólk sem greinist ungt með heilabilun, þá sem skammt eru gengnir með sjúkdóm sinn og aðstandendur þeirra.
Við áætlum að á hverjum tíma búi 120 einstaklingar yngri en 65 ára með heilabilun við það að fá ekki þjónustu við hæfi.
Tímamót urðu í starfsemi samtakanna á árinu 2022.Fyrir tilstilli Oddfellowreglunnar á Íslandi hófu samtökin starfsemi Þjónustumiðstöðvar í Lífsgæðasetrinu í St. Jó í Hafnarfirði. Þar er veitt þjónusta í anda Ljóssins þar sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra sækja sér þjónustu fagaðila og nota virkni við hæfi. Mikil þörf hefur verið fyrir þessa starfsemi.
Sem styrktaraðili gerir þú okkur kleift að reka miðstöðina af myndarskap og bæta hag þeirra sem greinast með heilabilunAlzheimersamtökin veita skjólstæðingum sínum fræðslu, ráðgjöf og stuðning auk þess að veita starfsfólki í á heilbrigðisstofnunum fræðslu.
Kæri vinur! Við þurfum sárlega á þér að halda til að geta veitt þjónustu þeim sem á þurfa að halda